Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykhólahreppi
Hér á vef Reykhólahrepps hafa nú verið birtar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykhólahreppi, staðfestar af innanríkisráðuneytinu. Reglurnar eru í fjórtán greinum og fara sú fyrsta og síðasta hér á eftir. Siðareglurnar í heild má annars vegar sækja hér en hins vegar er þær að finna undir Stjórnsýsla ► Samþykktir og reglugerðir í valmyndinni vinstra megin.
1. gr.
Markmið.
Markmið þessara reglna er að skilgreina það hátterni sem ætlast er til að kjörnir fulltrúar sýni af sér við störf sín fyrir hönd Reykhólahrepps og upplýsa íbúa um þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.
Siðareglurnar ná til allra kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa og annarra sem sitja í nefndum, ráðum og starfshópum sem og varamanna þeirra (hér eftir nefndir einu nafni kjörnir fulltrúar).
14. gr.
Miðlun siðareglna til kjörinna fulltrúa, starfsfólks og almennings.
Kjörnir fulltrúar undirgangast þessar siðareglur með undirskrift sinni og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi. Siðareglurnar skulu vera aðgengilegar starfsfólki sveitarfélagsins, almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins og á annan þann hátt sem sveitarstjórn ákveður til að þessir aðilar geti gert sér grein fyrir meginreglum þeirra.