Tenglar

17. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Síðasta áfyllingin eftir hálfrar aldar viðskipti

Arnór Grímsson í Króksfjarðarnesi tekur bensín í síðasta sinn á þessum stað.
Arnór Grímsson í Króksfjarðarnesi tekur bensín í síðasta sinn á þessum stað.
1 af 2

Arnór Grímsson í Nesi tók bensín á bílinn í Króksfjarðarnesi í dag, síðastur manna, en þá voru starfsmenn Olíudreifingar þegar byrjaðir að taka bensíndæluna í sundur eins og sjá má. Arnór eignaðist fyrsta bílinn árið 1963 og var viðskiptavinur bensínstöðvarinnar í Nesi nánast óslitið frá þeim tíma og til þessa dags eða í liðlega hálfa öld.

 

Eldsneytissala hófst á þessum stað ári fyrr eða 1962 en áður hafði hún verið niðri við bryggjuna þar sem Kaupfélag Króksfjarðar var til húsa fram að því þegar nýja verslunarhúsið var byggt uppi við þjóðveg.

 

Bergsveinn G. Reynisson tók myndirnar á þeim tímamótum þegar eldsneytissala var aflögð í Króksfjarðarnesi.

 

Eru Reykhólar næstir á dagskránni hjá N1?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31