Tenglar

4. nóvember 2011 |

Síðasta hönd lögð á matargerðina í Bjarkalundi

Árni, Kolla (Soffía frænka með kökukeflið) og Ingvar. Á fatinu hægra megin er þurrkað gæsakjöt.
Árni, Kolla (Soffía frænka með kökukeflið) og Ingvar. Á fatinu hægra megin er þurrkað gæsakjöt.
1 af 5

Villibráðarhlaðborðin ásamt skemmtiatriðum sem Hótel Bjarkalundur efnir til þegar vetur er genginn í garð samkvæmt almanakinu eru orðin fastur punktur í tilverunni. Undanfarin ár hafa þau verið tvisvar en þetta árið eru þau þrjú laugardagskvöld í röð og hið fyrsta annað kvöld, þann 5. nóvember. Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi skrapp í Bjarkalund og tók nokkrar myndir af fólkinu þaulreynda sem annast matargerðina, þeim Árna Sigurpálssyni, Kolbrúnu Pálsdóttur og Ingvari Samúelssyni.

 

Með hverju árinu eru fleiri réttir í boði og má að þessu sinni nefna reykta punga. Þeir eru að vísu ekki skornir undan villibráð enda er fjölmargt á borðum fyrir utan villibráðarrétti.

 

Nánari upplýsingar um villibráðarkvöldin

Matseðillinn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31