Tenglar

27. ágúst 2019 | Sveinn Ragnarsson

Síðasta sögurölt sumarsins á Gilsfjarðarbrekku

Tíunda og síðasta sögurölt sumarsins verður á Gilsfjarðarbrekku, miðvikudaginn 28. ágúst kl. 19:30. Mæting er á túninu móts við afleggjarann að bænum og gengið verður niður í fjöruna. Í fjörunni verður sagt frá daglegu lífi á Gilsfjarðarbrekku, frá ábúendum, Steinadalsheiði, hrakningum og draugum.

Vegalengdin er mjög stutt og þeim sem finnst of stutt gengið er bent á að hægt er að mæta aðeins fyrr, leggja bílnum og ganga eftir veginum síðasta spottann að Gilsfjarðarbrekku.

Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna
.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31