Tenglar

6. apríl 2011 |

Síðasti súpufundurinn á Reykhólum - Dalli og Glæðir

Guðjón Dalkvist (Dalli) í „brugghúsinu“ í bílskúrskjallaranum við Hellisbrautina.
Guðjón Dalkvist (Dalli) í „brugghúsinu“ í bílskúrskjallaranum við Hellisbrautina.
1 af 2
Síðasti „súpufundur“ vetrarins á Reykhólum verður kl. 18.30 á morgun, fimmtudag, í matsal Reykhólaskóla. Þar mun Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum (Dalli)  kynna framleiðslu sína, sem verið hefur á markaði í tíu ár, en það er lífræni gróðuráburðurinn Glæðir. Hráefnið er klóþang, vatn og kalíumsódi. Við Breiðafjörðinn eru hæg heimatökin hvað þangið varðar, eins og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum er til vitnis um.

 

Þrettán eru liðin frá því að Dalli byrjaði rannsóknir og tilraunir með þangvökva til áburðar. Nokkur fyrstu árin fóru í prófanir fagmanna í garðyrkju en vorið 2001 kom Glæðir á almennan markað.

 

Vakin skal sérstök athygli á nýjum súpufundarstað í Reykhólaskóla vegna framkvæmda í Mjólkurbúinu gamla á Reykhólum þar sem fundirnir hafa verið hingað til. Steinar í Álftalandi annast súpugerðina að venju. Miðaverð er 800 krónur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31