Tenglar

30. janúar 2010 |

Sigurður Atlason valinn Strandamaður ársins 2009

Sigurður Atlason, Strandamaður ársins. Mynd: strandir.is.
Sigurður Atlason, Strandamaður ársins. Mynd: strandir.is.
Sigurður Atlason á Hólmavík, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og sitthvað fleira, var valinn Strandamaður ársins 2009 í kjöri vefjarins strandir.is. Í síðari umferð var kosið milli þeirra þriggja sem efst urðu í forvali. Auk Sigurðar voru það áhöfnin á bátnum Grímsey ST-2 og Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Árnesi í Trékyllisvík.

 

Um Sigurð var m.a. sagt í tilnefningum að framlag hans til menningar, ferðaþjónustu og afþreyingar á Ströndum sé ómetanlegt, hann hafi endalaust hugmyndaflug, auðgi mannlífið og komi að mörgum framfara- og þróunarverkefnum. Þá var einnig nefnt að Sigurður gerði mikið fyrir ungdóminn og hefði unnið metnaðarfullt og gjöfult starf í þágu menningar og lista á Ströndum.

 

Meira hér á strandir.is um kosninguna og Sigurð Atlason.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30