Tenglar

19. mars 2009 |

Sigvaldi Guðmundsson (Valdi á Hafrafelli) áttræður

Hjónin Sigvaldi og Alma.
Hjónin Sigvaldi og Alma.

Sigvaldi Guðmundsson, jafnan kenndur við Hafrafell í Reykhólasveit (Valdi á Hafrafelli), er áttræður í dag. Hann fæddist 19. mars árið 1929 á Krossi á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þar átti hann heima fyrstu ár ævi sinnar en er hann var þriggja ára fluttist hann með fjölskyldu sinni að Skógum í Þorskafirði. Þegar Valdi var á fjórða ári keyptu foreldrar hans Hafrafell í Reykhólahreppi og fluttust þau þangað.

 

Haustið 1949 kynntist Valdi verðandi eiginkonu sinni, Ölmu Dórótheu Friðriksdóttur. Eignuðust þau sex börn, en þau eru Olga, Dóróthea (Dóra), Haflína (Haffí), Marta, Guðmundur (Mummi) og Trausti. Valdi og Alma giftust 4. júlí 1970. Þau eiga nú þrettán barnabörn og sextán barnabarnabörn.

 

Þau hjónin voru með búskap á Hafrafelli þar sem þau ólu upp öll sín börn. Valdi vann við bústörfin en tók að sér ýmsa aukavinnu, eins og að gera við rafmagnstæki af nánast öllu tagi og var með dekkjaverkstæði. Hann var í stundavinnu hjá hreppnum, starfaði hjá Vegagerðinni, fór á sjó á Hvalfellinu og vann í ein 26 ár í sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi.

 

Valdi og Alma fluttust á Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum fyrir liðlega þremur árum eða 3. mars 2006, þar sem þau búa nú.

 

Sigvalda er óskað til hamingju með daginn og öll 80 árin.

 

Athugasemdir

Guðrún Guðmundsdóttir, fimmtudagur 19 mars kl: 08:54

Til hamingju með daginn afi minn.

Kossar og knús frá okkur öllum.

Alma Breiðfjörð Ólafsdóttir, fimmtudagur 19 mars kl: 13:35

Elsku besti afi & langafi.
Hjartanlegar hamingjuóskir á 80 ára afmælisdaginn.
Guð vaki yfir þér allar stundir.
Ástarkveðjur, kossar & knús frá okkur öllum.

Sólveig Guðmundsdóttir, fimmtudagur 19 mars kl: 13:47

Elsku afi minn, innilega til hamingju með daginn :*

Knús og kossar Sólveig og Simmi.

Jóhann Magnús Hafliðason, fimmtudagur 19 mars kl: 14:09

Elsku frændi, innilegar hamingjuóskir með 80 ára afmælið

Haflína Breiðfjörð Sigvaldadóttir, fimmtudagur 19 mars kl: 15:09

Elsku pabbi og tengdapabbi innilegar hamingjuóskir með 80 árin þín.
Guð blessi þig, og vaki yfir þér öllum stundum, þess óska Haffý og Óli.
Stórt knús og kossar til ykkar beggja.
Mamma þú ert sterkasta kona í heimi :o)

María Hafdís Breiðfjörð, fimmtudagur 19 mars kl: 16:44

Elsku langafi innilegar hamingjuóskir með 80 ára afmælið þitt.
Guð blessi þig og vaki yfir þér öllum stundum.
Kveðja þín María Hafdís.

Baldur Ingi og Auður Ósk, fimmtudagur 19 mars kl: 19:40

Elsku afi og langafi okkar innilega ti hamingju með 80 árin, sendum englakossa til ykkar, vonandi hittumst við sem fyrst, ástar- og saknaðarkveðjur:
Baldur Ingi, Auður Ósk, Andrea Ýr og Indíana Ýr

Þórir Bjarni Traustason, fimmtudagur 19 mars kl: 20:26

Til hamingju með afmælið elsku afi minn.

Einar Hafliðason, fimmtudagur 19 mars kl: 22:40

innilegar hamingjuóskir með daginn elsku frændi kærar kveðjur Einar

Dóróthea Sigvaldadóttir, fimmtudagur 19 mars kl: 23:01

Elsku pabbi minn innilega til hamingju með afmælið guð vaki yfir þér allar stundir þess óskar þín dóttir Dóra mamma það var indislegt að vera með ykkur í kvöld

Jón Trausti Markússon og Konný, fimmtudagur 19 mars kl: 23:57

Hjartans kveðjur í tilefni dagsins. Bestu þakkir fyrir allt á liðnum árum

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31