Tenglar

14. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Síldin í Hvammsfirði eingöngu ungsíld

Síldin sem tilkynnt var um í Hvammsfirði reyndist vera smásíld, segir í Morgunblaðinu í dag. Hún er þar í umtalsverðu magni, samkvæmt mælingum Hafró, en ennþá er verið að reikna út magnið. „Þetta er örugglega síld, að minnsta kosti lítum við svo á þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í samtali við Reykhólavefinn á aðfangadag. Hann og félagi hans, Jóhannes Haraldsson frá Kletti í Kollafirði, hafa lengi fylgst með lífríkinu í Breiðafirði, en Hvammsfjörður er einn af innfjörðum hans.

 

Í Morgunblaðinu segir enn fremur:

  • Hafrannsóknastofnun fékk fréttir af því að töluvert væri af síld í Hvammsfirði. Var talið hugsanlegt að þangað hefði farið til vetrardvalar sá hluti veiðistofns síldar sem vísindamenn hafa ekki fundið í vetur. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafrannsóknastofnun, segir að það hafi ekki reynst vera rétt. Þarna hafi eingöngu verið ungsíld, af árgangi 2012.
  • Þótt vitað sé að smásíld hafi áður verið í Hvammsfirði segir Þorsteinn að komið hafi á óvart hversu mikið er þar í vetur. Verið er að reikna út mælingar sem gerðar voru með Dröfn RE fyrir helgi og liggja niðurstöður ekki fyrir.
  • Dröfnin kannaði einnig önnur svæði við sunnanverðan Breiðafjörð, m.a. Kolgrafafjörð. Þar reyndist vera svipað magn og mælst hefur undanfarnar vikur.

 

24.12.2013 Er síldin sem hvarf inni í Hvammsfirði?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31