8. nóvember 2010 |
Silkitoppur í Fremri-Gufudal
Svandís Reynisdóttir sá tíu silkitoppur (Bombycilla garrulus) í Fremri-Gufudal á föstudaginn. Fregnir hafa einnig borist af því að silkitoppur hafi sést við Mýrar í Dýrafirði fyrr í vikunni. Silkitoppur hafa áður sést á Vestfjörðum og þá síðla hausts.
Silkitoppa er norðlæg tegund, verpir í barrskógum í Skandinavíu, Rússlandi, Síberíu og Norður-Ameríku. Hún flækist stundum til Íslands og þá oft í stórum flokkum.
Þetta kemur fram á vef Náttúrustofu Vestfjarða.