Tenglar

28. ágúst 2008 |

Símaskrá Flateyjar – miklu meira en símaskrá

Úr Flatey á Breiðafirði.
Úr Flatey á Breiðafirði.

Símaskrá Flateyjar á Breiðafirði hefur nú verið gefin út í sjötta skipti. Hún er 48 blaðsíður að stærð og hefur að geyma nöfn 450 einstaklinga, 700 símanúmer og 300 netföng. Auk þess má finna í skránni fjölbreytt efni um Flatey, svo sem kort þar sem öll hús eru merkt inn auk upplýsinga um hvert hús í eyjunni. Þá er í skránni athyglisverð lýsing á listaverkum Baltasars Samper í Flateyjarkirkju, þar sem atvinnu- og menningarsaga eyjarinnar er rakin. Þá hefur verið aukið við Menningarhorn Flateyjar og í skránni er kynntur til sögunnar nýr þáttur er nefnist „Fréttahorn Flateyjar". Þá eru í skránni heilræði til allra sem heimsækja eyjuna og er því símaskráin orðin yfirgripsmesta uppflettirit um Flateyinga og upplýsingabók fyrir Flatey og nálægar eyjar - Flateyjarbók hin nýja.

Þeim sem vilja eignast eintak af Símaskrá Flateyjar 2008 er bent á að hafa samband við ritstjóra hennar, Gunnar Sveinsson, Eyjólfshúsi, í símum 567 2155, 824 5651 eða 543 5921 eða í netpósti. Eintakið kostar kr. 750 og rennur andvirðið til styrktar Flateyjarkirkju. Frá þessu er greint á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31