Tenglar

24. febrúar 2010 |

Sitt hvort nafnið á sumrum og vetrum?

Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson.
Hér hefur verið fjallað um misjafnar skoðanir á nafngiftinni sem Vegagerðin notar um nýja veginn um Gautsdal og Arnkötludal milli Reykhólahrepps og Stranda. Meðan á framkvæmdum stóð var jafnan talað um Arnkötludalsveg en í vetur tók Vegagerðin í notkun nafnið Þröskuldar eftir kennileiti á leiðinni. Einkum virðist mönnum norðan heiða ami að þessari nafngift og telja sumir að hún kunni að fæla ferðafólk frá þessari leið. Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem búsettur er í Görðum á Reykhólum, hefur lagt fram diplómatíska tillögu um lausn á þessu máli. Hún felst í því, að yfir ferðamannatímann á sumrum verði Arnkötludalsnafnið notað en á vetrum verði talað um Þröskulda, enda sé það þá í mörgum tilvikum réttnefni ...

 

Sjá einnig:

19.02.2010  Andstaða við nafngiftina Þröskuldar

15.12.2009  Líklegt að talað verði um veginn um Þröskulda

14.10.2009  Hressilegur blástur við borðaklippingu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30