Tenglar

11. ágúst 2016 | Umsjón

Sitthvað gagnlegt um skákmótið á Reykhólum

Birna E. Norðdahl hvílir lúin bein í gönguferð í nágrenni Reykhóla.
Birna E. Norðdahl hvílir lúin bein í gönguferð í nágrenni Reykhóla.

Áhugasamir keppendur á Minningarmóti Birnu Norðdahl skákmeistara ættu að skrá sig sem fyrst. Mótið fer fram í íþróttahúsinu í hinu fallega og vinalega þorpi á Reykhólum við Breiðafjörð og verður vel tekið á móti öllum, enda Reykhólamenn þekktir fyrir gestrisni. Mótið hefst laugardaginn 20. ágúst kl. 14 og verða tefldar 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Kvenfélagskonur munu bjóða upp á ljúffengar veitingar að íslenskum sið í kaffihléi og um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í íþróttahúsinu.

 

Þetta skrifar skákfrömuðurinn Hrafn Jökulsson. Síðan segir hann:

 

Kvennalandslið Íslands mun nota tækifærið og fara í 2ja daga æfingabúðir á Reykhólum til að undirbúa sig fyrir Ólympíumótið í Bakú sem hefst í byrjun næsta mánaðar, enda var Birna einmitt frumkvöðull þess að fyrst var send út kvennasveit til Buenos Aires 1978.

 

Þá hafa margir fleiri sterkir skákmenn boðað komu sína, með goðsögnina Friðrik Ólafsson í broddi fylkingar, ásamt nýbökuðum Íslandsmeistara Jóhanni Hjartarsyni og fyrsta heimsmeistara Íslands í skák, Jóni L. Árnasyni. Vonast er til að fleiri félagar Jóhanns úr Ólympíuliðinu í Bakú mæti. Líka má nefna kempurnar Björn Þorfinnsson og Björn Ívar Karlsson. Mótið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Hrafn Jökulsson svarar fyrirspurnum og tekur við skráningum á mótið í hrafnjokuls@hotmail.com og síma 695 0205.

 

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit er með sérstök tilboð fyrir þá sem vilja gista nóttina eftir mótið, og eru gestir eindregið hvattir til að taka sér tíma til að njóta einstæðrar náttúrufegurðar og gestrisni heimamanna. Hægt er að panta á bjarkalundur@bjarkalundur.is og í boði er eftirfarandi fyrir skákmenn: 

  • Eins manns herbergi með sameiginlegu baði, með morgunmat, kr. 9.000.
  • Tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, með morgunmat, kr. 13.000 / 15.000.
  • Eins manns herbergi með sér baði, með morgunmat, kr. 15.000.
  • Tveggja manna herbergi með sér baði, með morgunmat, kr. 20.000.

Þá er einnig hægt að fá gistingu á hinu vistlega og nýstandsetta gistiheimili á Reykhólum, þar sem 2ja manna herbergi kostar kr. 11.000. Nánari upplýsingar í reykholar@hostel.is.

 

Ennfremur eru í boði mjög skemmtileg og vel búin tjaldstæði á landnámsjörðinni Miðjanesi, nánari upplýsingar í gustafjo@mmedia.is.

 

Fjölmargir aðilar í héraði aðstoða við undirbúning mótsins og prímus mótor í héraði er hinn kunni sagnfræðingur og skákvinur Hlynur Þór Magnússon á Reykhólum.

 

- Hrafn Jökulsson.

 

Minningarmót Birnu E. Norðdahl á Reykhólum (Reykhólavefurinn 1. ágúst 2016).

 

Kvennalandsliðið kemur og teflir á Reykhólum (Reykhólavefurinn 4. ágúst 2016).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31