Sitthvað hnikast til um jól og áramót
Að venju breytast afgreiðslutímar hér og hvar um jól og áramót. Hér eru tenglar þar sem finna má upplýsingar um þetta varðandi skrifstofu Reykhólahrepps, bókasafnið á Reykhólum, Grettislaug og afgreiðslu Landsbankans á Reykhólum. Hérna fyrir neðan er síðan borði með upplýsingum um afgreiðslutíma í versluninni Hólakaupum á Reykhólum um jólin og áramótin.
Myndin var tekin við vetrarsólhvörf (sólstöður á vetri) 21. desember 2008 kl. 13.13 þegar sólin gægðist örstutta stund til Reykhóla gegnum skarð í fjallgarðinum upp af Skarðsströndinni. Á réttu hádegi stuttu síðar komst hún hæst á ferli sínum þann daginn en þá var hún horfin Reykhólafólki. Daginn eftir komst blessuð dagstjarnan hænufetinu fræga hærra á loft á nýjan leik á þrotlausu hringsóli sínu daglangt og árlangt um eilífar tíðir.