Tenglar

23. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Sitthvað hnikast til um jól og áramót

Vetrarsólhvörf á Reykhólum / hþm.
Vetrarsólhvörf á Reykhólum / hþm.

Að venju breytast afgreiðslutímar hér og hvar um jól og áramót. Hér eru tenglar þar sem finna má upplýsingar um þetta varðandi skrifstofu Reykhólahrepps, bókasafnið á Reykhólum, Grettislaug og afgreiðslu Landsbankans á Reykhólum. Hérna fyrir neðan er síðan borði með upplýsingum um afgreiðslutíma í versluninni Hólakaupum á Reykhólum um jólin og áramótin.

 

Myndin var tekin við vetrarsólhvörf (sólstöður á vetri) 21. desember 2008 kl. 13.13 þegar sólin gægðist örstutta stund til Reykhóla gegnum skarð í fjallgarðinum upp af Skarðsströndinni. Á réttu hádegi stuttu síðar komst hún hæst á ferli sínum þann daginn en þá var hún horfin Reykhólafólki. Daginn eftir komst blessuð dagstjarnan hænufetinu fræga hærra á loft á nýjan leik á þrotlausu hringsóli sínu daglangt og árlangt um eilífar tíðir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31