15. desember 2011 |
Sitthvað smálegt og skemmtilegt hjá Vinafélaginu
Vinafélag Barmahlíðar hefur sitthvað smálegt til sölu núna fyrir jólin eins og alltaf endranær. Þeim fjármunum sem félagið aflar er varið til þess að kaupa eða gera eitthvað í þágu heimilisfólks á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Varningurinn fæst í Barmahlíð en líka er hægt að panta í netfanginu kletturr@simnet.is (Málfríður á Hríshóli) og fá sent með póstinum. Eftirtalið er meðal þess sem núna er á boðstólum:
- Segulmottur (fjórar gerðir) kr. 700
- Bókamerki kr. 300
- Lítil kerti kr. 150-200
- Stór gul kerti kr. 600
- Pennar merktir Barmahlíð kr. 1.000
- Ljósaseríur með þæfðri ull, gerðar að óskum viðskiptavinarins, kr. 3.500
- Standar fyrir heimilisrúllur og könnur kr. 1.000
Sjá meðfylgjandi myndir (smellið til að stækka).
Fólk sem vill ganga í Vinafélag Barmahlíðar getur t.d. sent póst í ofangreint netfang. Tilgangur félagsins er „að efla og auka hróður Barmahlíðar og kynna starfsemina, vinna að uppbyggingu heimilisins og bæta aðstöðu og vinna að heill og velferð heimilismanna“.