Tenglar

15. desember 2011 |

Sitthvað smálegt og skemmtilegt hjá Vinafélaginu

Kerti og ljósasería.
Kerti og ljósasería.
1 af 14

Vinafélag Barmahlíðar hefur sitthvað smálegt til sölu núna fyrir jólin eins og alltaf endranær. Þeim fjármunum sem félagið aflar er varið til þess að kaupa eða gera eitthvað í þágu heimilisfólks á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Varningurinn fæst í Barmahlíð en líka er hægt að panta í netfanginu kletturr@simnet.is (Málfríður á Hríshóli) og fá sent með póstinum. Eftirtalið er meðal þess sem núna er á boðstólum:

  • Segulmottur (fjórar gerðir) kr. 700
  • Bókamerki kr. 300
  • Lítil kerti kr. 150-200
  • Stór gul kerti kr. 600
  • Pennar merktir Barmahlíð kr. 1.000
  • Ljósaseríur með þæfðri ull, gerðar að óskum viðskiptavinarins, kr. 3.500
  • Standar fyrir heimilisrúllur og könnur kr. 1.000

Sjá meðfylgjandi myndir (smellið til að stækka).

 

Fólk sem vill ganga í Vinafélag Barmahlíðar getur t.d. sent póst í ofangreint netfang. Tilgangur félagsins er „að efla og auka hróður Barmahlíðar og kynna starfsemina, vinna að uppbyggingu heimilisins og bæta aðstöðu og vinna að heill og velferð heimilismanna“.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30