Tenglar

23. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Sjálfboðaliðar virkjaðir til sögutengdra rannsókna

Náttúrustofa Vestfjarða er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni (EVEHD - Engaging Volunteers in European Heritage Discovery) þar sem aðilar hafa sameiginlegan áhuga á því að virkja sjálfboðaliða í sögutengdum rannsóknum eða fornleifafræði: Uppgrefti, verndun minja og endurbyggingu eða endurreisn heilagra og blessaðra brunna. Verkefnið er samstarfsverkefni sex Evrópulanda: Íslands, Þýskalands, Slóvakíu, Tyrklands, Rúmeníu og Englands.

 

„Með því að hvetja sjálfboðaliða að stunda sögulegar rannsóknir í sínu landi hvetjum við fólk og vekjum áhuga þess á að fræðast um bakgrunn sinn og sköpum eða eflum tengingu þess til forfeðra sinna,“ segir á vef Náttúrustofunnar.

 

Sjálfboðaliðarnir þurfa ekki að hafa menntun eða þekkingu á þessu sviði, einungis metnað og áhuga á að læra eitthvað nýtt. Þeir þurfa einnig að vera duglegir og jákvæðir og geta bjargað sér í ensku. Í hverju landi mun einn starfsmaður og tveir sjálfboðaliðar taka þátt í hverri ferð og ferðast til landanna sem eru í samstarfinu. Á dagskránni er að fara til Tyrklands núna í maí, Rúmeníu í júní og Englands í júlí. Ferðin verður á Íslandi í júní 2015 en farið verður til Slóvakíu í júlí 2015 og að lokum til Þýskalands í ágúst 2015. Flug, gisting og fæði er greitt af verkefninu. Áhugasömum er bent á að tala við Huldu Birnu (huldaba@nave.is) eða Cristian Gallo (gallo@nave.is) eða í síma 456-7005.

 

Núna á fimmtudag verður á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur kynning á þessu verkefni og öðrum Evrópuverkefnum Náttúrustofu Vestfjarða.

 

Nánar hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31