Tenglar

3. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stráka og stelpur

Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson.
Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson.

Rithöfundarnir Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson standa fyrir kynjaskiptu sjálfstyrkingarnámskeiði á Reykhólum 10.-11. október. Kristín kennir námskeiðið fyrir stelpur og byggir það á bókum sínum Stelpur (2010), Stelpur A-Ö (2011) og Stelpur geta allt (2012). Bjarni kennir námskeiðið fyrir stráka sem byggir það á bók þeirra Strákar (2013).

 

Á námskeiðunum leitast þau við að kenna þátttakendum hvað orðið sjálfsmynd þýðir, hvernig þau geta lært að þekkja eigin sjálfsmynd og leggja til leiðir sem þátttakendur geta notað til að hafa jákvæð áhrif á sjálfsmynd sína. Námskeiðin eru í formi fyrirlesturs, leikja og hópeflis. Veitingar verða í boði.

 

Námskeiðin og fyrirlestur:

  • Föstudaginn 10. október kl. 13-16 fyrir 9-12 ára.
  • Laugardaginn 11. október kl. 10-13 fyrir 13-15 ára.
  • Föstudaginn 10. október kl. 20 er fyrirlestur fyrir foreldra eða forráðamenn eða aðra aðstandendur þátttakenda.

 

Verð fyrir hvern þátttakanda á námskeiðunum og hvert foreldri, forráðamann eða aðstandanda á fyrirlestrinum er kr. 4000 (niðurgreitt fyrir nemendur Reykhólaskóla).

 

Skráning fyrir þriðjudaginn 7. október hjá Herdísi Ernu Matthíasdóttur (gustafjo@mmedia.is, s. 690 3825) eða Kolfinnu Ýri Ingólfsdóttur (kolfinnayr@simnet.is, s. 861 3761).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31