Tenglar

3. ágúst 2012 |

Sjálfvirk veðurstöð er líka á Kletti í Geiradal

Klettur fremst, Tindar í Geiradal fjær. Ljósm. Árni Geirsson.
Klettur fremst, Tindar í Geiradal fjær. Ljósm. Árni Geirsson.

Eins og hér kom fram var fyrir skömmu sett upp veðurstöð í Flatey á Breiðafirði. Sams konar veðurstöð hefur verið á Kletti í Geiradal í Reykhólahreppi í nokkur ár og hefur nú verið settur tengill á mælingar frá henni hér á vefinn. Hún er hugsuð fyrst og fremst til gamans fyrir húsráðendur á Kletti en öðrum er velkomið að nýta sér upplýsingarnar.

 

Slóðin er http://www.alta.is/klettur en á þessum vef er hana að finna undir Veður og færð / Veðrið á Kletti í Geiradal í valmyndinni hér vinstra megin (eitthvað kann að verða hrært í skipulagi á þeim undirvef á næstunni).

 

Athugið, að þrátt fyrir að ný síða komi upp þegar smellt er á Veður og færð eru tenglar á veðurstöðvarnar í Flatey og á Kletti ekki á henni heldur birtast þeir vinstra megin fyrir neðan Veður og færð.

 

Hafa verður í huga að þótt stöðin hafi reynst vel er ekki hægt að ábyrgjast áreiðanleika upplýsinganna sem þar koma fram. Eins er rétt að hafa í huga að Klettur stendur nokkuð hátt eða í um 100 metra hæð yfir sjó og það getur haft áhrif á samanburð við veður á lægri svæðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30