Tenglar

24. júlí 2012 |

Sjálfvirk veðurstöð komin upp í Flatey

1 af 4

Sjálfvirk veðurstöð hefur verið sett upp í Flatey á Breiðafirði að frumkvæði Björns Samúelssonar á Reykhólum. Hann á þar tvíþættra hagsmuna að gæta, því að bæði stundar hann farþegasiglingar um Breiðafjörð á sumrin (Eyjasigling) og jafnframt er hann vélstjóri á Gretti, skipi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, sem sækir stórþara allt út að Oddbjarnarskeri. „Þó að hér sé um einkaframtak að ræða er veðurstöðin ætluð öllum sem sigla um Breiðafjörð, hvort heldur það eru smábátasjómenn á Snæfellsnesi, farþegabátar, þangsláttumenn eða skip á vegum Þörungaverksmiðjunnar eða einhverjir aðrir,“ segir Björn.

 

Hann segir að verulegur munur geti verið á veðrinu úti á Breiðafirði og inni á Reykhólum, þar sem Veðurstofan er með sjálfvirka veðurstöð, og úti á firðinum geti það verið miklu verra í vissum vindáttum.

 

„Maður gerir sér ekki almennilega grein fyrir því út frá veðrinu á Reykhólum hver staðan er úti. Flatey er mjög miðsvæðis í Breiðafirði og heppilegur staður fyrir veðurstöð. Þar sem Veðurstofan hafði engin áform um að koma þar upp stöð fékk ég Sæferðir í Stykkishólmi og Smábátafélag Snæfellinga í lið með mér ásamt Þörungaverksmiðjunni. Verulegan tíma tók að fá rétta búnaðinn en þetta er orðið að veruleika núna.

 

Veðurstöðin var sett upp á og í húsi Neyðarlínunnar í Flatey. Björn vill koma á framfæri þakklæti til Þórhalls Ólafssonar forstjóra Neyðarlínunnar fyrir liðlegheit í þessu máli.

 

Gögnin sem berast sjálfkrafa frá stöðinni á tíu mínútna fresti eru hýst hjá Reykhólavefnum í gegnum tölvuþjónustuna Snerpu á Ísafirði. Tengil á upplýsingar frá henni er bæði að finna í tengladálkinum hér vinstra megin (Flatey - veðrið), einnig undir Veður og færð - Veður í Flatey í valmyndinni vinstra megin og líka hér.

 

Ef smellt er á þessa tengla birtast upplýsingar um vindátt, vindhraða, meðalvindhraða, hitastig, vindkælingu, rakastig, loftþrýsting og regnmagn. Neðst þar á síðunni er auk þess hægt að smella á veðurgildi síðasta sólarhringinn, síðasta mánuðinn og síðasta árið.

 

Á myndunum sem teknar eru í og við stöðina eru Ásmundur Einarsson frá Elneti í Kópavogi, sem annaðist uppsetningu hennar, og frumkvöðullinn Björn Samúelsson.

 

Athugasemdir

Jóhann Páll Símonarson., rijudagur 24 jl kl: 13:52

Ég vil koma á framfæri mínu þökkum til þeirra sem stóðu að þessu framtaki. þið eruð menn sem látið ekki aðra koma í veg fyrir ykkar hugmyndir komist á blað. Kærar þakkir til ykkkar.

Jóhann Páll Símonarson.

Sjómaður

Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson, rijudagur 24 jl kl: 22:15

Það er ekki að spyrja að honum Þórhalli :)
Þetta mætti kalla tímamótaverkefni. Það munar miklu að sjá muninn á veðri í landi og í eyjunni. En nú spyr ég fávíslega, er svona verkefni ekki dýrt?

Eyvindur, mivikudagur 25 jl kl: 07:15

Snillingar

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31