Tenglar

15. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

SjávarSmiðjan á Reykhólum opnuð fyrir sumarið

SjávarSmiðjan er undir gamla bæjarhólnum á Reykhólum ...
SjávarSmiðjan er undir gamla bæjarhólnum á Reykhólum ...
1 af 3

SjávarSmiðjan á Reykhólum verður opnuð í dag og verður opin alla daga í sumar milli kl. 14 og 18. Utan þess tíma er hún opnuð eftir samkomulagi eins og áður. Þetta er þriðja sumarið sem SjávarSmiðjan starfar, en þar eru í boði heilsuböð (breiðfirsku þaraböðin) og líka heilsuvörur af margvíslegu tagi, auk þess sem þar er kaffihús.

 

Í þaraböðum SjávarSmiðjunnar blandast saman gæðavottað þarahráefnið frá Þörungaverksmiðjunni og hveravatnið á Reykhólum. Þaraböðin stuðla að vellíðan gesta þar sem þeir slaka á um leið og þeir virða fyrir sér hina sérstöku náttúru sem við blasir.

 

Vefur SjávarSmiðjunnar á Reykhólum - ítarlegar upplýsingar um allt það sem þar er í boði

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31