Tenglar

10. október 2008 |

Sjö sækja um afleysingu í Reykhólaprestakalli

Sjö umsækjendur eru um afleysingu fyrir sr. Sjöfn Þór, sóknarprest í Reykhólaprestakalli, frá 1. nóvember 2008 til 20. febrúar 2010. Núna er sr. Sjöfn í veikindaleyfi en verður í barneignarleyfi frá 1. febrúar í vetur. Sr. Sigríður Óladóttir á Hólmavík gegnir störfum Sjafnar uns afleysingaprestur hefur tekið til starfa.

 

Umsóknarfrestur um afleysinguna rann út í byrjun þessarar viku. Umsækjendur eru Ásta Ingibjörg Pétursdóttir guðfræðingur, Elína Hrund Kristjánsdóttir guðfræðingur, Hjörtur Pálsson guðfræðingur, sr. Skírnir Garðarsson, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Ursula Árnadóttir guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur.

 

Biskup Íslands setur í embættið í samráði við sóknarnefndir, sóknarprest og prófast Vestfjarðaprófastsdæmis.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31