16. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is
Sjö sóttu um stöðu skólastjóra á Reykhólum
Sjö manns sóttu um starf skólastjóra Reykhólaskóla, en frestur til að sækja um rann út 10. júní. Capacent annast úrvinnslu umsóknanna og stendur hún yfir. Umsækjendurnir eru þessir (taldir í stafrófsröð):
- Anna Björg Ingadóttir
- Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir
- Jóhanna Ösp Einarsdóttir
- Kristín Elfa Guðnadóttir
- Laufey Jónsdóttir
- Ólafur Hilmarsson
- Þorkell Ingimarsson