Tenglar

30. maí 2011 |

Sjómannadagurinn á Patró: Peningur fyrir hvert ár

Minnispeningur í 70 eintaka upplagi hefur verið sleginn í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Patreksfirði 8. júní 1941. Peningurinn sem er í fallegri öskju er úr bronsi, fimm cm í þvermál. Hver peningur er tölusettur og númerið slegið í röndina. Ísspor í Reykjavík gróf mótið og annaðist myntsláttuna en hönnun var í höndum Magnúsar Ólafs Hanssonar og Einars Jónssonar.

 
Á annarri hlið peningsins stendur Kappróðrarbikarinn 1941-2011. Í fyrsta sinn vann bikarinn áhöfnin á togaranum Gylfa BA 77.
 

Nánari upplýsingar gefur Magnús Ólafs Hansson hjá Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði, í síma 490 2301, og hann annast jafnframt sölu peningsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31