30. maí 2011 | 
		
	Sjómannadagurinn á Patró: Peningur fyrir hvert ár
	
		
		Minnispeningur í 70 eintaka upplagi hefur verið sleginn í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Patreksfirði 8. júní 1941. Peningurinn sem er í fallegri öskju er úr bronsi, fimm cm í þvermál. Hver peningur er tölusettur og númerið slegið í röndina. Ísspor í Reykjavík gróf mótið og annaðist myntsláttuna en hönnun var í höndum Magnúsar Ólafs Hanssonar og Einars Jónssonar.
	
	
	
 
Á annarri hlið peningsins stendur Kappróðrarbikarinn 1941-2011. Í fyrsta sinn vann bikarinn áhöfnin á togaranum Gylfa BA 77.
 
Nánari upplýsingar gefur Magnús Ólafs Hansson hjá Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði, í síma 490 2301, og hann annast jafnframt sölu peningsins.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
