26. mars 2009 |
Sjónvarpsefni frá Vestfjörðum sérlega leiðinlegt?
Sjónvarpstöðin Skjárinn hefur haldið úti auglýsingaherferð þar sem áhorfendur eru minntir á að þeir hafi val um sjónvarpsefni og bendir í því sambandi á gríðarlegt úrval af efni í svokölluðu Skjábíói. Auglýsingar stöðvarinnar sýna dæmi um það sem talið er vera sérlega leiðinlegt sjónvarpsefni og notar þar myndefni frá Vestfjörðum. Meðal annars getur þar að líta myndir frá Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Ýmsum Vestfirðingum hafa sárnað þessar auglýsingar og spyrja hvað sé svo leiðinlegt við vestfirskt sjónvarpsefni.
Markaðsstjóri Skjásins segist ekki hafa hugsað út í að myndefnið væri frá Vestfjörðum. „Þetta hefði getað verið tekið hvar sem er á landinu og snerist ekki um að þetta væri á Vestfjörðum."
Jóna Magga, rijudagur 31 mars kl: 12:06
Mér finnst að það hefði verið skynsamlegra hjá þeim að dreifa þessu um landið en þeir sem gerðu þessar auglýsingar hafa sjálfsagt ekki mikla þekkingu á landinu og sjá ekki fegurðina sem er í myndefninu :)