Tenglar

2. febrúar 2016 |

Sjúkrahótel bráðnauðsynlegt fólki á landsbyggðinni

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir það alvarlegt mál verði ekkert sjúkrahótel starfrækt í höfuðborginni. Landspítali sé þjóðarsjúkrahús og þurfi að geta sinnt öllu landinu. „Til Landspítala koma margir sjúklingar utan af landi og því brýnt að þeir geti nálgast þjónustuna hnökralaust. Því er bráðnauðsynlegt að fyrir hendi sé sjúkrahótelþjónusta fyrir þá einstaklinga. Sjúkrahótel er mikilvægur liður í þjónustu við sjúklinga sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu langa leið,“ segir Bjarni.

Fyrir skömmu rifti Heilsumiðstöðin samningi sínum við Sjúkratryggingar um rekstur sjúkrahótels við Ármúla. Taldi fyrirtækið sig ekki geta rekið þjónustuna áfram í óbreyttri mynd og vera bitbein tveggja opinberra stofnana. Samningur um rekstur sjúkrahótelsins rennur út 30. apríl. Eftir þann tíma verður ekkert starfandi sjúkrahótel á höfuðborgarsvæðinu ef áfram heldur sem horfir.

 

Meira hér á visir.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31