9. apríl 2021 | Sveinn Ragnarsson
Sjúkraþjálfari í Búðardal mánud. 12. apríl
Sjúkraþjálfari frá Netsjúkraþjálfun mun koma á heilsugæslustöðina í Búðardal á mánudaginn 12. apríl nk.
Hægt er að fá skoðun, sérsniðna endurhæfingaráætlun og eftirfylgni með framgangi.
Endurhæfingaáætlunina er hægt að opna í tölvu, smáforriti í snjallsíma og / eða prenta út, allt eftir hvað hentar hverjum og einum.
Hægt er að bóka tíma og fá svör við spurningum/vangaveltum með því að senda póst á netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is.
Nánari upplýsingar má finna hér: Netsjúkraþjálfun