Tenglar

3. janúar 2012 |

Skákkvöld á Reykhólum

Sígræna skákin (lokastaða).
Sígræna skákin (lokastaða).

Dálítill hópur skákfólks hefur tekið sig saman að tefla á Reykhólum á fimmtudagskvöld kl. 20. Allir eru velkomnir og ekki væri verra að fá nærsveitunga af Ströndum og úr Dalabyggð í heimsókn, rétt eins og Reykhólamenn fara jafnan til Hólmavíkur og spila brids. Fólk er beðið að hafa með sér töfl og klukkur, ef kostur er, en það er samt alls ekki skilyrði. Ákveðið verður í sameiningu hvaða tími verður á hverja skák. Teflt verður í sal á efri hæð Dvalarheimilisins Barmahlíðar.

 

Stefnt er að því að þetta skákkvöld á Reykhólum verði hið fyrsta af mörgum og teflt verði framvegis vikulega á sama stað og tíma. Í gildi verður gamla Ólympíuhugsjónin (sagt var að hún hefði líka verið í heiðri höfð í bæjarvinnunni í Reykjavík fyrrum): Ekki aðalatriðið að vinna ...

 

Ef nánari upplýsinga er óskað má t.d. hafa samband við Eirík Kristjánsson eða Guðjón Dalkvist Gunnarsson (Dalla) á Reykhólum.

 

Ólíklegt má telja að lokastaðan á myndinni komi nokkru sinni upp á Reykhólum eða annars staðar í veröldinni á ný: Adolf Anderssen - Jean Dufresne 1852 (sígræna skákin).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30