Tenglar

2. júní 2009 |

„Skakviðrasamt“ í Flatey árið 1926

Flatey á fyrri tíð. Sjá texta í meginmáli.
Flatey á fyrri tíð. Sjá texta í meginmáli.

Sumar og haust ársins 1926 var úrkomumikið og júlírigningarnar voru óvenjulegar að því leyti að þeirra gætti um land allt. Síðustu daga ágústmánaðar varð jörð alhvít niður að sjó við norðausturströndina. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem birt eru gömul bréf frá fáeinum veðurathugunarmönnum í samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Í bréfi veðurathugunarmannsins Stefáns Egilssonar í Flatey á Breiðafirði frá því í október 1926 segir:

 

„Tíðin hefur verið mjög skakviðrasöm yfir höfuð í sumar, ellstu menn hjer þykjast ekki muna jafnmiklar rigningar eins og í sumar. Það snjóaði hjer í öll fjöll í kringum Breiðafjörð þann 30. ágúst og mun sá snjór ekki allur leistur en [í] lok september var snjór á öllum hæðstu fjöllum. Þann 9. s[ama] m[ánaðar] snjóaði niður að sjó í kringum Breiðafjörð og grá jörð hjer á einni þann morgun og talsvert frost sagt þá á Barðaströnd. Þerrir var góður hjer 10.,11., [og] 12. Svo 23. snjóaði í hæðstu fjöll. Þerrir allgóður 24., 25. og 26. [...]. Kraparegn eru seinni hluta mánaðarins.

 

Kartöflugras fór að falla hjer seint í ágúst. Hefur gengið seint að taka upp vegna rigninga, mun það seinasta hafa verið tekið upp í gjær í Sýrey yfirhöfðuð illa sprottið. Heiskapur hefur gengið þolanlega og ekki mikið hrakist. Nú í nótt snjóaði í öll fjöll ofan í miðjar hlíðar allt frá Skor og fram á Klofninga við Hvammsfjörð. Til suðurfjallanna hefur ekki sjest fyrir þoku.

 

Nú er verið að slátra dilkum hjer daglega. Kjöt af þeim kostar nú 50 aura pundið innmatur 1/50 og 2/00, mör var fyrst 1/00, er maskje nú á 80.

 

Bátar þeir er róa fiska fremur vel á haldfæri 30 40, 50 í hlut af stútungi þorsk og lúðu[raft], heilagfiski fáum við á 25 aura og fiskinn óslægðan á 6 aura pundið, 8 eða 10 slægðan."

 

Meðfylgjandi mynd fylgir ofanrituðum fróðleikskafla á vef Veðurstofunnar. Skýringartexti með henni er á þessa leið: Frá Flatey á Breiðafirði um miðjan september árið 1955. Örvarnar vísa á nýtt hitamælaskýli og Ásgarð, hús Eyjólfs Guðmundssonar sem þá var veðurathugunarmaður. Rétthafi myndar Ólafur Einar Ólafsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31