Tenglar

23. nóvember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Skáldkona gengur laus - ný bók

Guðrún Ingólfsdóttir, Skáldkona gengur laus.

 Erindi nítjándu aldar skáldkvenna við heiminn.

 

Í þessari bók er fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handritageymslu Þjóðarbókhlöðunnar svo þær megi endurnýja erindi sitt við heiminn.

 

Í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd en ekki síður menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunarafls. Meginerindi sitt töldu þær vera að bera ljós inn í líf fólks, en líka að benda á það sem miður fór. Óhófleg kynhvöt karla er sannarlega ekki splunkunýtt vandamál. Og í skáldheimi kvennanna fjögurra ríkti hvorki stéttskipting né feðraveldi.

 

Ein þessara skáldkvenna er Guðrún Þórðardóttir (1816/1817‒1896) frá Valshamri í Geiradal en hún fæddist á Tindum í sama dal. Guðrún giftist Brynjólfi Jónssyni og voru þau fyrst bændur á Kleifum í Gilsfirði, þá á Gróustöðum og að lokum á Valshamri í Geiradal. Árið 1883 fluttist Guðrún til Vesturheims með fjölskyldu sinni þar sem hún missti mann sinn, einkason og 11 sonarbörn. Lífið fór því sannarlega ekki mjúkum höndum um hana.

 

Skáldrödd Guðrúnar var sterk og bjó yfir ólíkum tóntegundum. Til að yrkja studdist hún við kvenlega skáldskaparhefð sem tengist galdri seiðkonunnar og þar með valdi kvenna yfir tungumálinu. Skáldmynd Guðrúnar og skáldskapur kristallast sömuleiðis í sambandi hennar við náttúruna. Þar var hún frjáls undan því aldagamla oki sem var á hinu stritandi holdi konunnar. Meðan aðrir sváfu gekk hún ein út í náttúruna og þar eflist hinn skapandi hugur hennar. Í merkilegu kvæði sem hún yrkir út af draum veitir hún einnig ómetanlega innsýn í þrjú stig sköpunar (hugljómun – leit/myrkur – upprisu/fæðingu). þ.e. hvernig ímyndunaraflið vinnur.

 

                                                                    Útgáfutilboð

Vegna tengsla skáldkonunnar Guðrúnar Þórðardóttur við Reykhólasveitina, býðst okkur íbúum og nærsveitamönnum bókin með afslætti, kr. 5.400.- (fullt verð er kr. 6.000.-).

Fólk sem hefur áhuga getur sett sig í samband við Svenna á Svarfhóli, í s. 894 7771 eða skilaboðum á facebook, til 10. des. og fær þá bókina senda án þess að greiða sendingarkostnað.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31