Tenglar

18. desember 2009 |

Skattstofurnar á Vestfjörðum og Vesturlandi sameinast

Alþingi samþykkti í dag lög um að landið verði um áramótin eitt skattumdæmi. Hins vegar verði fimm skattstofur á landinu auk skrifstofu ríkisskattstjóra. Þar af verði ein skattstofa á höfuðborgarsvæðinu og fjórar á landsbyggðinni, það er á Vesturlandi/Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Frumvarpið var samþykkt með 21 atkvæði stjórnarliða en 12 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði gegn því.

 

Lilja Mósesdóttir, formaður efnahags- og skattanefndar, gerði á þingi grein fyrir áliti meirihluta nefndarinnar. Í máli hennar kom fram að megintilgangur breytinganna væri að færa rekstrarkostnað skattkerfisins til samræmis við markmið fjárlagafrumvarpsins og jafnframt að auka skilvirkni í störfum þess.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30