Tenglar

26. júní 2012 |

Skelvinnslan í Nesi: Allt að gerast hjá IMC

Með skel á leið í flokkun: Oddur Carl Thorarensen, Bergsveinn Reynisson og Jón Ingiberg Bergsveinsson.
Með skel á leið í flokkun: Oddur Carl Thorarensen, Bergsveinn Reynisson og Jón Ingiberg Bergsveinsson.
1 af 7

Ræktun og vinnsla og síðan útflutningur á bláskel (kræklingi) er að komast í fullan gang hjá fyrirtækinu Icelandic Mussel Company ehf. (IMC) í gamla sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi. Frumkvöðlar þess eru þeir bræður Bergsveinn (Beggi á Gróustöðum) og Sævar Reynissynir, upprunnir í Gufudal. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti, að þótt ég sé búinn að setja blóð, svita og sinar í þetta fyrirtæki, þá er þetta samt mjög spennandi og möguleikarnir miklir í framtíðinni,“ segir Sævar.

 

Þegar Sævar Reynisson talar hér um sinar er hann að vísa til slyss sem henti hann í Reykhólahöfn í vetur.

 

„Frá því að búnaðurinn í verksmiðjuna var keyptur úti í Noregi í apríl 2010 hefur verið unnið að prufuræktun á skel og uppsetningu tækjanna. Á þessum tíma hafa verið inntar af hendi um sex þúsund launalausar vinnustundir. Það er að sjálfsögðu alveg ómetanleg aðstoð við fyrirtækið og margir eiga þakkir fyrir það,“ segir Sævar.

 

Núna á vormánuðum kom nýr fjárfestir inn í fyrirtækið og síðan hefur verið unnið á fullu að ýmsum frágangi.

 

„Nú er svo komið að við getum farið af fullum krafti í að safna botnskel úr Þorskafirði og víðar, keyra hana gegnum vinnsluna til flokkunar og setja í sokka út á línur til áframræktunar. Við stefnum á að fyrsta skelin fari í sölu í september.“

 

Í dag eru átta starfsmenn hjá fyrirtækinu og fer þeim fjölgandi.

 

Á þriðjudagskvöld eftir viku (3. júlí) verður haldinn súpufundur í vinnsluhúsinu í Króksfjarðarnesi þar sem gestum gefst kostur á að skoða verksmiðjuna og hitta starfsmenn að verki (sjá nánar hér). Jafnframt verður gangur mála hjá IMC rakinn ítarlega.

 

23.12.2011 Slysið: Strax farinn að rífa kjaft

31.03.2011 Skelræktin verður til að frumkvæði heimamanna

12.08.2010 Kræklingaverksmiðja komin í Reykhólahrepp

22.06.2009 Kræklingarækt gæti orðið græn stóriðja

 

Athugasemdir

Hugrún Einarsdóttir, rijudagur 26 jn kl: 21:31

til hamingju með þetta Beggi, Sævar og co....

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31