Tenglar

7. október 2022 | Sveinn Ragnarsson

Skemmtileg framtíðarsýn unga fólksins

Ungmennaráð Reykhólahrepps hélt fund í gær. Fundargerðin er hér neðst á síðunni. 

Einn liðurinn er framtíðarsýn ungmennanna, þar sem þau setja fram  hvernig þau sjá fyrir sér Reykhóla og sveitina eftir 20 ár.

 

Þá munu búa hér yfir 800 manns, verslun og þjónusta hefur vaxið í samræmi við það, gróðurhúsum hefur fjölgað, aðstaða fyrir störf án staðsetningar hefur verið byggð upp og haldið ykkur nú... það hefur verið plantað trjám, sem eru orðin það stór að það er ekki eins vindasamt á Reykhólum og var fyrir nærri aldarfjórðungi.

 

Margt fleira er talið upp, náttúrulaug, stórt hótel, framhaldsskóli og nýr leikskóli svo eitthvað sé nefnt. 

 

Það er virkilega mikils virði að unga fólkið okkar hugleiði möguleika til uppbyggingar á svæðinu og fái hvatningu til að koma hugmyndunum á framfæri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31