Tenglar

9. apríl 2011 |

Skemmtileg heimsókn og talsverður aldursmunur ...

Í einu laginu sat kórinn á gólfinu og líka leikskólakórstjórinn Björg Karlsdóttir.
Í einu laginu sat kórinn á gólfinu og líka leikskólakórstjórinn Björg Karlsdóttir.
1 af 5
Leikskólabörnin í Hólabæ á Reykhólum brugðu sér stutta bæjarleið, komu í heimsókn á Dvalarheimilið Barmahlíð og sungu nokkur lög fyrir heimilisfólkið við góðar undirtektir. Raunar mátti ekki á milli sjá hvor hópurinn hafði af þessu meira gaman, gestirnir eða heimilisfólkið. Í fylgd með börnunum voru Björg Karlsdóttir leikskólastjóri og Guðrún Guðmundsdóttir. Í hópnum var drengur sem þarna var að syngja fyrir langömmu sína og langafa - og raunar móður sína líka og móðursystur.

 

Það var Guðmundur Andri, sonur Guðrúnar sem vinnur á Hólabæ. Faðir hennar er Guðmundur Sigvaldason á Reykhólum en foreldrar hans eru Alma og Sigvaldi frá Hafrafelli í Reykhólasveit, sem búsett eru í Barmahlíð.

 

Upp rifjaðist það sem Steingrímur Thorsteinsson skáld kvað eitt sinn: Fögur sál er ávallt ung, undir silfurhærum.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31