Tenglar

1. desember 2011 |

Skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi

Tæknilegó-námskeiðið í Reykhólaskóla.
Tæknilegó-námskeiðið í Reykhólaskóla.
1 af 11

Jóhann Breiðfjörð kom í heimsókn í Reykhólaskóla í byrjun vikunnar og hélt tæknilegó-námskeið (sjá meðfylgjandi myndaröð) en hann kom einnig þeirra erinda á síðasta vetri. Nemendum finnst þetta mjög skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna skólastarfi. Námskeiðið var í boði Reykhóladeildar Lions og færir skólinn félagsskapnum bestu þakkir. Jóhann starfaði í fimm ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild leikfangafyrirtækisins LEGO. Hann ferðast um landið og heimsækir skóla og félagsmiðstöðvar og kynnir fyrir þeim tæknilegó.

 

Á undanförnum árum hefur Jóhann Breiðfjörð haldið yfir 300 nýsköpunarnámskeið fyrir grunnskólanema og fjölda fyrirlestra um skapandi hugsun.

 

Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri tók myndirnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2025 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30