Tenglar

19. október 2022 | Sveinn Ragnarsson

Skemmtilegast að keppa

Ketill Ingi Guðmundsson
Ketill Ingi Guðmundsson

Í Skessuhorni er fastur liður, Íþróttamaður vikunnar, þar eru tíu spurningar lagðar fyrir íþróttamenn úr alls konar íþróttum, á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er hnefaleikakappinn Ketill Ingi úr Reykhólasveit.

 

Nafn: Ketill Ingi Guðmundsson

 

Fjölskylduhagir? Ég er framhaldsskólanemi í FVA í húsasmíði og er fæddur og uppalinn í Reykhólasveit. Ég á eina systur og tvo bræður.

 

Hver eru þín helstu áhugamál? Hnefaleikar, Hondan mín og sveitastörf.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég vakna um klukkan átta og mæti í skólann klukkan hálf níu. Er í skólanum til klukkan tvö, fæ mér að borða og kíki á heimavinnuna mína. Ég fer svo á æfingu klukkan 17.30 og æfi í einn og hálfan klukkutíma. Eftir það fer ég í mat til systur minnar og svo að skokka um kvöldið.

 

Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Ég er samviskusamur og duglegur að vinna og er yfirleitt tilbúinn að aðstoða. Ég á það til að gleyma mér og er gleyminn. Svo er ég svolítið sérvitur. Þrjóskur.

 

Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi fimm sinnum í viku í eina og hálfa klukkustund í senn og svo fer ég og skokka á kvöldin.

 

Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Muhammad Ali.

 

Af hverju valdir þú ólympíska hnefaleika? Það er frábært að fá útrás og geta sinnt mínu helsta áhugamáli.

 

Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Kolbeinn Óskar Bjarnason, snillingur og vinur minn.

 

Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast er að keppa en leiðinlegast er hversu fáir iðka hana.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31