Skemmtilegur og trúlega einstæður viðburður
Áður en síðasti fundur fráfarandi sveitarstjórnar Reykhólahrepps hófst núna á föstudag var Andreu Björnsdóttur oddvita óvænt færð gjöf og veglegur blómvöndur frá þeim sem fengu peysur frá henni á nýburana sína í hennar oddvitatíð. Gjöfin var bók með myndum af öllum börnunum í peysunum sínum og þar eru líka sögð góð deili á hverju barni. Í fundarlokin færðu svo þær Andrea oddviti og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir úr fráfarandi sveitarstjórn Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur gjöf sem dálítinn þakklætisvott fyrir frábær störf sem sveitarstjóri á liðnu kjörtímabili.
Á fyrstu myndinni er hópurinn sem færði Öddu gjöfina. Ebba Gunnarsdóttir kom alla leið norðan úr Miðfirði til að vera með. Í hópnum eru systur; Jóhanna Ösp og Hafrós Huld Einarsdætur í Fremri-Gufudal.
Á tveimur síðustu myndunum eru Adda og Inga Birna með gjafirnar sínar. Allar myndirnar tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli, enn einn hinna fráfarandi sveitarstjórnarmanna.
Af prjónamálum þessum hafa með tímanum birst fjölmargar fréttir ásamt myndum. Hér fyrir neðan eru tenglar í fáeinar þeirra af handahófi.
► 01.05.2014 Oddvitinn, börnin og peysurnar
► 30.04.2014 15 barnabörn Margrétar í Borg búsett í hreppnum
► 16.01.2014 Oddvitinn búinn að máta nýjasta barnið
► 31.12.2013 Átta börn á einu ári
► 05.02.2013 Bæði Andrea og karlarnir með tifandi prjóna
Eyvindur, fimmtudagur 12 jn kl: 08:36
Flott hjá oddvitanum og nú bíðum við strákarnir eftir nýrri fengitímaskipun frá nýjum oddvita.