Tenglar

11. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

„Skerðingin á elli- og örorkulífeyri er 16,4 milljarðar“

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Við mig hafði samband forsvarsmaður Landssambands eldri borgara vegna pistils sem ég hafði skrifað 9. nóvember um skerðingar sem elli- og örorkulífeyrisþegar hafa mátt þola á þessu kjörtímabili. Erindið var að fá rökstuðning minn fyrir því að skerðingin hefði orðið 13 milljarðar króna frá gildistöku laganna 1. júlí 2009 til ársloka 2012, en vitnað hafði verið til pistilsins og þau viðbrögð komið frá velferðarráðuneytinu, að tölurnar væru véfengdar. Er því bæði rétt og skylt að rökstyðja mína niðurstöðu.

 

Þannig hefst grein undir fyrirsögninni Skerðingin á elli- og örorkulífeyri er 16,4 milljarðar, sem Kristinn H. Gunnarsson í Bolungarvík, fyrrv. alþingismaður og fyrrum stjórnarformaður Byggðastofnunar, sendi vefnum til birtingar. Niðurlagið er á þessa leið:

 

Þetta er val, pólitískt val, og um það snúast stjórnmálin. Þegar ekki er hægt að gera allt verða stjórnmálamenn að velja á milli. Það er auðvelt að vera sammála um að bæta kjör einstakra hópa með hækkun barnabóta og fæðingarorlofs.

 

En vandinn í þessu máli, sérstaklega fyrir jafnaðarmenn, er að svara því hvers vegna á að viðhalda skerðingu á kjörum elli- og örorkulífeyrisþega og færa fjármagnið til ungs og fullfrísks vinnandi fólks. Það vefst verulega fyrir mér.

 

Grein Kristins er að finna í heild undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin og með því að smella hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31