Tenglar

9. mars 2015 |

Skíði, sleðar, kakó, hundur og fleira uppi í Töglum

Myndir: Herdís Erna og Gústaf Jökull.
Myndir: Herdís Erna og Gústaf Jökull.
1 af 10

Veður var gott í Reykhólasveit í gær, sjaldan slíku vant þessar umhleypingasömu vikur. Fólk sammæltist á feisinu að skreppa áleiðis upp á Þorskafjarðarheiði um hádegisbilið til að njóta blíðunnar og snævarins og útiverunnar í hægri sunnanátt og hita rétt undir frostmarki. Margar fjölskyldur komu saman uppi í Töglunum með skíði og sleða og fleira til að renna sér á og sumir voru með vélsleða eða fjórhjól og allir skemmtu sér vel. Að sjálfsögðu var kakó og kaffi með í för og a.m.k. einn hundur.

 

Herdís Erna Matthíasdóttir og Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum létu vefnum í té myndirnar sem fylgja frá þessari bráðhressandi útivist.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31