Tenglar

4. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Skilaboðaskjóðan sýnd á Hólmavík

Félagsheimilið á Hólmavík hefur iðað af tónlist, lífi, leik og fjöri undanfarnar vikur, en þar hafa mætt ýmsar furðupersónur til að taka þátt í Skilaboðaskjóðunni. Þetta skemmtilega barnaleikrit með söngvum og spileríi verður frumsýnt kl. 14 á morgun, laugardag, og næsta sýning verður á sama tíma á sunnudag. Leikritið er eftir Þorvald Þorsteinsson og tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson og var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1993. Þessi uppsetning á Hólmavík er í samstarfi Grunn- og tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur.

 

Leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir og tónlistarstjórn í höndum Hildar Heimisdóttur. Leikarar eru fjölmargir nemendur úr 8.-10. bekk Grunnskólans og einnig úr dreifnámi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Hólmavík.

 

Áhorfendur eru hvattir til að tryggja sér miða sem fyrst á þessa skemmtilegu sýningu. Sýningar fara fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og verða sem hér segir:

  • Frumsýning laugardaginn 5. apríl kl. 14.
  • 2. sýning sunnudaginn 6. apríl kl. 14.
  • 3. sýning miðvikudaginn 9. apríl kl. 19.
  • 4. sýning páskadag 20. apríl kl. 19.
  • Lokasýning 2. páskadag 21. apríl kl. 14.

Miðapantanir hjá Ester miðasölustjóra í síma 693 3474.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru frá æfingum á Skilaboðaskjóðunni á Hólmavík.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29