Tenglar

20. júlí 2016 |

Skilyrði að rabarbari sé í uppskriftinni!

Síðasti dagskrárliður Reykhóladaganna, en ekki sá veigaminnsti, verður í Króksfjarðarnesi á sunnudag á vegum Handverksfélagsins Össu. Vöffluhlaðborðið verður til reiðu frá kl. 14 en dagskráin sjálf hefst kl. 15. Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um viðburðina: Kassabílakeppni, rabarbarakökukeppni, hlaðborð og tónlist.

 

Kassabílakeppnin:

 

Fólk má koma með kassabílana nokkrum dögum fyrr ef það hentar betur og verða þeir geymdir inni fram að keppni. Skráning í keppnina er á staðnum og í hverju liði eru einn hlaupari og einn ökumaður. Aldur hlauparans ræður því í hvaða flokki liðið er, svo sem 10-14 ára (árgangar 2006-2002) eða 9 ára og yngri (2007+). Ökumenn mega vera á öllum aldri. Fyrstu keppendurnir munu byrja kl 15.

 

Hjálmur á höfuð er algjört skilyrði og fær enginn að taka þátt sem ekki er með hjálm. Hægt er að fá lánaða hjálma. Allir þátttakendur fá viðurkenningu og sigurvegarar í báðum flokkum fá verðlaun frá Landsbankanum.

 

Rabarbarakökukeppnin:

 

Fólki er velkomið að koma með kökurnar milli kl. 14 og 15.30. Skilyrði fyrir þátttöku er að það sé rabarbari í uppskriftinni. Eftir það mun dómnefndin ráðast í að smakka herlegheitin og úrslitin verða kynnt að lokinni kassabílakeppninni eða um kl. 16.

 

Veitt verða verðlaun frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar fyrir Bestu kökuna og Girnilegustu kökuna.

 

Vöffluhlaðborðið byrjar um kl. 14 og stendur fram eftir degi. Verð 1.000 kr. fyrir 14 ára og eldri, 500 kr. fyrir 5-13 ára og frítt fyrir þau yngstu.

 

Að kassabílakeppninni lokinni munu nokkrir hljóðfæraleikarar spila góð og vel valin lög.

 

Alltaf eitthvað nýtt í Króksfjarðarnesi á sumrin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30