Tenglar

20. september 2019 | Sveinn Ragnarsson

Skipulags- og matslýsing vegna Galtarvirkjunar

                     Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006 – 2018

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. september að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 – 2018, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Aðalskipulagsbreytingin felst í að skilgreina iðnaðarsvæði I4:

 

I4 Vatnsaflsvirkjun, Galtarvirkjun í Garpsdal.


Svæðið sem fellur undir nýja skilgreiningu vegna vatnsaflsvirkjunar er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og er stærð þess undir 5 ha.

 

Með skipulags – og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar eða athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins.

 

Lýsingin liggur frammi, frá 19. september til og með 31. október, á skrifstofu Reykhólahrepps, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, Reykhólum, 380 Reykhólahreppi.

 

Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa Reykhólahrepps, að Miðbraut 11, Búðardal eða á netfang embættisins: skipulag@dalir.is fyrir 1. nóvember 2019.

 

Þórður Már Sigfússon,

skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31