Skipulags- og matslýsing vegna vindbús í Garpsdal
Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006-2018
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. október sl. að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 – 2018, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi:
I5 Vindbú í Garpsdal.
Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem óbyggt svæði ofan 200 m.y.s. í gildandi aðalskipulagi. Það svæði sem áætluð skilgreining tekur til er um 3,3 km2 að stærð og er í um 500 m.y.s.
Áætlað er að innan svæðisins verði heimilt að reisa allt að 35 vindmyllur, hver um 150 m á hæð, til framleiðslu á rafmagni með afkastagetu að 130 MW.
Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins.
Lýsingin liggur frammi, til og með 8. nóvember, á skrifstofu Reykhólahrepps, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, Reykhólum, 380 Reykhólahreppi, og á heimasíðu sveitarfélagsins reykholar.is.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11, Búðardal, eða á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 9. nóvember 2019.
Þórður Már Sigfússon,
skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps.
Skipulags- og matslýsingingin er undir Tilkynningar hér neðst á síðunni.