Tenglar

8. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Skipulagsferlið vegna Vestfjarðavegar gengur áfram

Teigsskógur
Teigsskógur

 

Frestur til að skila athugasemdum við vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingum vegna Vestfjarðavegar (60) rann út núna 5. Janúar. Skipulagsnefnd Reykhólahrepps tók þær athugasemdir og umsagnir sem höfðu borist fyrir á fundi sínum í morgun.

Þannig hefst nokkuð löng bókun í fundargerð skipulags- bygginga- húsnæðis- og hafnarnefndar:

 „Sveitarfélagið kynnti og leitaði umsagna og athugasemda við vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingum frá 1. Desember 2017 til 5. janúar 2018 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús var á skrifstofu Reykhólahrepps mánudaginn 18. desember frá kl. 10-14. Alls bárust 8 athugasemdir og 6 umsagnir“.

 

Eftirtaldir gerðu athugasemdir og umsagnir: Skipulagsstofnun, Gunnlaugur Pétursson o.fl., Gunnbjörn Jóhannsson, Sæmundur Guðmundsson o.fl., Reynir Bergsveinsson, Sævar Reynisson, Vegagerðin, Annalísa Magnúsdóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands óskaði eftir fresti til að skila inn aths. fram yfir þrettándann, Ómar Ragnarsson, Landvernd, Orkustofnun, Ísafjarðarbær, Leifur Z. Samúelsson.

Umfjöllun á ruv.is   


  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31