Tenglar

3. maí 2012 |

Skipulega verði leitað að ristilkrabbameini

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga tekur undir ályktun Krabbameinsfélags Reykjavíkur, þar sem skorað er á heilbrigðisyfirvöld að hrinda í framkvæmd lýðgrundaðri skimun fyrir ristilkrabbameini samkvæmt leiðbeiningum frá Embætti landlæknis. Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi og ein algengasta dánarorsök af völdum krabbameins. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins.

 

Ofanritað var samþykkt á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Króksfjarðarnesi í gær, skv. tilkynningu frá formanni þess, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur í Mýrartungu II í Reykhólasveit.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30