Tenglar

7. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Skoðið heimasíðu Framfarafélags Flateyjar!

Sumardagur við Grýluvog / ÁG.
Sumardagur við Grýluvog / ÁG.
1 af 3

Kraftur hefur verið settur í heimasíðu Framfarafélags Flateyjar og nýtt efni kemur þar stöðugt inn. Vefsíðan er fjölbreytt og fróðleg og má þar nefna, auk almennra frétta, urmul ljósmynda af fólki, byggð og ýmsu öðru á fyrri tíð og fram til þessa dags. Þarna er einnig að finna ágrip af sögu Flateyjar og sagt er frá náttúru eyjarinnar, jarðfræði, gróðri og fuglalífi. Sérstakur kafli er um húsin í Flatey.

 

Í fréttadálkinum er ítarlega greint frá verslunarmannahelginni, en þá var fjölmenni í öllum húsum í Flatey og um 100 manns á tjaldsvæðinu. Tónleikar voru haldnir í samkomuhúsinu og kirkjunni og dansleikir á tveimur stöðum. Fram kemur að samtals hafi vatnsnotkun í Flatey þessa helgi verið rúmlega 60 tonn eða yfir 60.000 lítrar.

 

Á síðunni er spurning (skoðanakönnun) sem lesendur geta svarað: Hvar viltu hafa stjórnsýsluna fyrir Flatey? Kostirnir sem um er að velja eru þrír: Á Reykhólum, í Stykkishólmi, annars staðar.

 

Nú er Flatey eina eyjan á Breiðafirði sem er í byggð árið um kring með búsetu í Krákuvör og Læknishúsi. Í byrjun síðustu aldar var mannfjöldinn í Flateyjarhreppi (Eyjahreppi) á fimmta hundrað og var hann þá fjölmennastur hreppanna fimm í Austur-Barðastrandarsýslu. Fyrir liðlega aldarfjórðungi voru þeir (og þar með Austursýslan öll) sameinaðir undir nafni Reykhólahrepps. Mannfjöldaþróunina í liðlega öld eða frá 1901 til 2010 má sjá á myndum nr. 2 og 3 (birtust áður hér á vef Reykhólahrepps í desember á liðnum vetri).

 

Flatey á Breiðafirði er einn af gimsteinum hins víðlenda núverandi Reykhólahrepps. Lítið inn á heimasíðu Framfarafélags Flateyjar, skoðið og lesið. Tengil á hana er að finna í dálkinum hér vinstra megin (athugið að röð tenglanna breytist stöðugt).

 

Myndina sem hér fylgir tók Árni Geirsson á fögrum sumardegi í fyrra. Fjölda mynda sem hann tók þá bæði í og yfir Flatey er að finna undir Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasöfn - Árni Geirsson í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30