Tenglar

23. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Skoðið hér kjörgripi í þágu Flateyjarkirkju

Hafin er sala á kjörgripum fjáröflunarnefndar Flateyjarkirkju fyrir þessi jól. Salan er reyndar yfirleitt nokkuð jöfn allt árið þó að vikurnar fyrir jól toppi hana vissulega, segir Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi í Flatey, gjaldkeri nefndarinnar. „Þessi góða sala hefur verið mikil fjárhagsleg lyftistöng fyrir Flateyjarkirkju, sem hefur staðið í fjárfrekum framkvæmdum á undanförnum árum eins og kunnugt er. Vel tókst til með viðgerð á listaverkum kirkjunnar á síðasta ári og var ákaflega ánægjulegt að vinna með Baltasar og Kristjönu að því verkefni,“ segir hann.

 

Kirkjan hefur öll verið máluð að innan og hið ágæta orgel hennar gert upp og lagfært. Góður malarstígur var lagður upp að kirkju og gerðar göngutröppur upp meðfram kirkjugarðinum, sem auðvelda allt aðgengi og aðkomu.

 

Í vor stendur til að reka endahnútinn á þessar lagfæringar með endurnýjun á rafmagni kirkjunnar, setja niður fallega og látlausa girðingu við kirkjuna og síðan eru uppi hugmyndir um að setja upp sýningu á hinum fjölmörgu fallegu kirkjugripum Flateyjarkirkju. Einnig hafa verið uppi hugmyndir að kaupa hljóðfæri til að efla menningarviðburði í kirkjunni að sumri til.

 

„Við í fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju treystum því á skilning ykkar um kaup á kjörgripum nefndarinnar, sem ekki aðeins eru fallegir gripir og eigulegir heldur einnig góðir til jólagjafa,“ segir Gunnar.

 

Sölugripir nefndarinnar eru þessir (þá má skoða með því að smella hér):

 

 

Afmælisdagatal

Hver mánuður hefur sína blaðsíðu með mismunandi teikningum eftir Baltasar. Þið færið síðan afmælisdaga allra vina, kunningja og ættingja inn á afmælisdagatalið. Tilvalið að hafa í húsum í Flatey og til gjafa. Selt í akrýlpakkningu og kostar kr. 2.000.

 

Bókamerki

Merkin eru seld fjögur saman, hvert með tveimur gullfallegum teikningum eftir Baltasar. Hér fáið þið alls átta frábærar teikningar listamannsins. Vinsælt til tækifærisgjafa og létt og handhægt að senda vinum sínum þessa gjöf í pósti. Bókamerkin kosta fjögur saman kr. 750.

 

Kaffibollar

Þeir eru núna sex með mismunandi teikningum Baltasars: Húsin á bökkunum, Doddi Ben, stakkaklæddir sjómenn, Grýluvogur með Eyjólfshús í bakgrunni, Grýluvogur með Vog og Ásgarð í bakgrunni og Vorsalir og Ásgarður. Glæsilegar teikningar og sérlega handhægir kaffibollar. Verðið: Einn stakur bolli kr. 1.500, fjórir saman í kassa kr. 5.000, sex saman í kassa kr. 7.500, eða eins marga og þú vilt og þá er verðið aðeins kr. 1.250 bollinn. Hægt er að velja hvað tegund sem er eða blandað í kassa.

 

 

Auðvelt að kaupa, sent heim til kaupanda

Allir sölugripirnir verða sendir heim til kaupenda, þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að greiða andvirðið inn á reikning fjáröflunarnefndarinnar í Íslandsbanka, 0526-14-403807, kennitala 2111494859 (fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju, Gunnar Sveinsson). Látið Gunnar vita um kaup ykkar og pöntun í tölvupóstfangið gunnarflatey@gmail.com eða í síma 824 5651.

 

Með því að kaupa þessa glæsilegu gripi fjáröflunarnefndarinnar eignist þið ekki aðeins „lítil listaverk“ heldur styrkið þið einnig Flateyjarkirkju í verki og leggið ykkar lóð á vogarskál framkvæmda við kirkjuna. Fjölmargir hafa einnig keypt sölugripi Flateyjarkirkju til gjafa, enda eru þeir handhægir og fallegir og svo eru þeir tilvaldir til jólagjafa.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31