Tenglar

14. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson

Skógar í Þorskafirði, skjólskógar

Helgina 19.-20. ágúst 2017 eru íbúum Reykhólahrepps boðið að koma í skógræktina í Skógum. Þar verður tekið á móti gestum frá kl 12 - 18 báða dagana og sagt frá ræktarstarfi síðustu tíu ára. 

Sumarið hefur verið einstaklega hagstætt skógrækt og landgræðslu á örfoka melum svo að landsvæðið innan skógræktargirðingar hefur tekið stórstígum framförum og skartar nú sínu fegursta. 

Vegur að skógræktarsvæðinu er fær öllum bílum ef ekið er varlega, en innan girðingar varla nema jepplingum eða hærri bílum. Keyrt er útaf þjóðvegi rétt á móts við afleggjara að Kinnarstöðum, um grindarhlið á girðingunni og síðan inn að bláum vinnugámi.

 


 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30