Tenglar

25. mars 2012 |

Skógarflutningurinn á Skálanesi gekk framar vonum

Loftmynd frá Skálanesi. Flutningur skógarins teiknaður inn á myndina.
Loftmynd frá Skálanesi. Flutningur skógarins teiknaður inn á myndina.

Stór hluti skógarplantnanna á Skálanesi sem fluttur var um set á liðnu vori vegna nýja vegarins virðist hafa lifað flutninginn. Þetta kemur fram í ársskýrslu Skjólskóga á Vestfjörðum fyrir 2011. Á Skálanesi er að vaxa upp sérlega fallegur laufskógur sem plantað var til samkvæmt samningi frá 2001 um skógrækt á 20 hekturum. Fullplantað var í landið á nokkrum árum og hefur trjávöxtur og viðgangur verið með mestu ágætum.

 

Nýja vegstæðið tók yfir 1,9 hektara af ungskógi í brekkum og lægðum milli klettaborga. Skjólskógar gerðu úttekt á skóginum í vegstæðinu haustið áður og gerðu skaðabótakröfu á Vegagerðina fyrir hönd landeiganda. Á þessu svæði stóðu rétt tæplega 3.000 plöntur frá sumrinu 2002 og var helmingur þeirra á hæðarbilinu 1-3 metrar en annað lægra. Skaðabótakrafa hljóðaði upp á að bæta stofnkostnað að fullu fyrir 1,9 ha nýskógrækt, auk vaxta frá 2002. Bótakrafan var samtals kr. 515.123 og samþykkti Vegagerðin hana.

 

Samkomulag var við landeigendur um að verja allri bótaupphæð til að færa eins mikið af trjáplöntum úr vegstæðinu og hægt væri á ný svæði innan samningslands á tún og óræktarskákir. Unnið var að þessu í nokkra daga um miðjan maí og tókst að flytja góðan helming trjáplantna, auk þess sem nágrannar, þar á meðal aðrir skógarbændur, sóttu sér nokkur hundruð tré.

 

Miklir þurrkar voru á svæðinu fram á mitt sumar. Þrátt fyrir það virðist stór hluti trjánna hafa lifað flutninginn af.

 

Enn eru til reiðu trjáplöntur á Skálanesi (Reykhólavefurinn 17. maí 2011)

Trjáplöntur bjóðast áður en þær hverfa undir veg (Reykhólavefurinn 15. maí 2011)

Skjólskógar á Vestfjörðum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30