Tenglar

9. mars 2018 | Sveinn Ragnarsson

Skógræktarfræðsla í Búðardal 14. mars

Á Barmahlíð
Á Barmahlíð

Skógræktaráhugafólk í Reykhólahreppi – ja og Strandamenn líka ef þeir reka augun í þetta. Það er Bogi byggingarfulltrúi sem vill hvetja okkur til dáða og vera með í ræktun þannig að gróður, garðar og ekki síst plöntun trjáa takist sem best hérna í krikanum á mörkum Vestfjarða. Dalamenn hafa tekið við sér og stofnað deild í Garðyrkjufélaginu. Þau eru sjáanleg á fésbók (smettskinnu).

Miðvikudaginn 14. mars kl 20 efnir Garðyrkjufélag Dalabyggðar til fræðslukvölds í fundarsal stjórnsýsluhússin við Miðbraut 11 í Búðardal.

 

Kristinn H. Þorsteinsson fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands mun í erindi fjalla um göngustígagerð.

 

Af því loknu mun Sigurbjörn Einarsson jarðvegslíffræðingur fjalla um mikilvægi svepprótar, sambýlisform sveppa og trjáróta fyrir vöxt og viðgang trjáa. Hann mun einnig lýsa hvernig bæta megi lifun trjáplantna eftir útplöntun með því að smita plöntur svepprótarsveppum í uppeldinu og áhrif þess á vöxt á æskuskeiði plantnanna. Þá mun Sigurbjörn segja frá skógrækt sinni í Tungu í Hvammssveit og aðferðum sem hann hefur beitt þar við smitun skógarplantna og árangri þess.

 

Fræðslukvöldið er samstarfsverkefni Garðyrkjufélagsins og skógræktarfélag Dalasýslu. Allir eru velkomnir.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31