Tenglar

8. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson

Skógræktin í Skógum

Hlíðarháls og Reykjanesfjall til vinstri, Hjallaháls til hægri. Það er nokkuð í að tréð í forgrunni skyggi á þetta flotta útsýni.
Hlíðarháls og Reykjanesfjall til vinstri, Hjallaháls til hægri. Það er nokkuð í að tréð í forgrunni skyggi á þetta flotta útsýni.

Þá er farið að halla gjöfulu góðviðris-sumri. Okkur sýnist þegar við keyrum um sveitina að bændur hafi náð ríkulegum og góðum heyfeng og líklega eiga einhverjir enn eftir að slá há.


Við sem höfum verið að sinna störfum í nýju skógræktargirðingunni í Skógum fögnum einnig viðgangi og vexti bæði hvað varðar uppgræðslu gróðurlausra mela sem og útkomu gróðursetningar trjáplantna í vor. Nú eru 11 ár síðan við hófumst handa á þessu nýja svæði og margt hefur gerst en sumarið í sumar hefur verið einstakt. Þrátt fyrir 11 ár verður varla talað um skóg ennþá en 11 ár eru jú ekki neitt í lífi trés sem á eftir að verða nokkur hundruð ára gamalt eins og t.d. furur og greni.


Okkur langar til að bjóða þeim sveitungum okkar sem hafa jeppa eða jeppling til yfirráða og hafa áhuga á að sjá hvað er að gerast á nýja skógræktarsvæðinu að koma og kíkja á svæðið. Leiðin liggur um gamla þjóðveginn. Keyrt er inn á hann gengt afleggjaranum að Kinnarstöðum. Skógræktargirðingin byrjar rétt eftir að farið er hjá stóra sumarbústaðnum í Kinnarstaðalandinu. (Vinsamlegast lokið hliðinu) Út frá bláa gámnum liggja hjólaslóðir sem við nýtum við framkvæmd verkefna okkar og koma aðföngum til hinna ýmsu svæða innan girðingarinnar.

Í vor hófum við uppgræðslu skriðanna sem eru upp af þjóðveginum inn Þorskafjörðinn. Þess átaks má nú þegar sjá stað þegar ekið er inn fjörðinn.

Góðar síðsumarkveðjur til ykkar allra,

 

Böðvar, Eðvarð og Eygló



Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31